02.01.2010 16:46

Mikil sala í plastbátum

Samkvæmt upplýsingum síðuhöfundar hefur að undanförnu verið mikil sala í minni þilfarsbátum, sem flestir eru í dag plastbátar. Sem dæmi þar um þá hefur Oddur á Nesi SI 76, sem er á lokasprettinum í endurbyggingu, eftir bruna, verið seldur útgerð Ingibjargar SH 174, sem selt hefur Ingibjörgu í staðinn, þá hafa bátar eins og Gunnlaugur Tóki KE 200 og Snarfari GK 22 verið seldir og marga fleiri væri hægt að telja upp.