28.12.2009 13:09
Björgun Svans KE 90
Strax í birtingu í morgun, mætti Sigurður Stefánsson kafari ásamt starfsmönnum sínum til að huga að björgun Svans KE 90 sem sökk í Njarðvik í gær. Þar sem ekki er ljóst, hverjir koma til með að greiða björgunina, þar sem báturinn er tiltölulega nýlega seldur frá Höfninni til einstaklings á 100 kr. mun báturinn aðeins verða réttur við í dag og skoðað hvað hafi valdið því að hann sökk. Tók ég meðfylgjandi myndir í morgun á vettvangi.

Svona leit þetta út þegar birti í morgun

Stýrishúsið á kafi

Sigurður Stefánsson, lengst til hægri, ásamts starfmönnum sínum, en þetta er fjóðri báturinn sem hann kemur að björgun á, á þessu ári

Búið að skera á landfestar

Sigurður Stefánsson, tilbúinn í köfun

Sigurður búinn að koma fyrir loftbelgjum sem eiga að lyfta bátnum upp að aftan svo hægt sé að setja hann á réttan kjöl og skoða orsakavaldinn af því að hann sökk

Svona lítur það út þegar hann byrjaði að lyftast upp að aftan © myndir Emil Páll 28. des. 2009

Svona leit þetta út þegar birti í morgun

Stýrishúsið á kafi

Sigurður Stefánsson, lengst til hægri, ásamts starfmönnum sínum, en þetta er fjóðri báturinn sem hann kemur að björgun á, á þessu ári

Búið að skera á landfestar

Sigurður Stefánsson, tilbúinn í köfun

Sigurður búinn að koma fyrir loftbelgjum sem eiga að lyfta bátnum upp að aftan svo hægt sé að setja hann á réttan kjöl og skoða orsakavaldinn af því að hann sökk

Svona lítur það út þegar hann byrjaði að lyftast upp að aftan © myndir Emil Páll 28. des. 2009
Skrifað af Emil Páli
