26.12.2009 20:50

Bruni í Valbirni ÍS 307

Eldur kom upp í Valbirni  ÍS  307 þar sem skipið lá við bryggju í  Ísafjarðarhöfn í gærmorgun (jóladag). Fljótlega tókst að ráða niðurlögum eldsins. Engin slys urðu á fólki, en talsvert tjón varð á brúarhúsi togarans og er talið að kviknað hafi i út frá hitablásara sem að var staðsettur i brú skipsins Tilkynnt var um eldinn fyrir hádegi og slökkvilið var kallað út. Hafnarstarfsmanni og lögreglunni á Ísafirði tókst þó að ráða niðurlögum eldsins, með handslökkvitækjum, að sögn lögreglunnar á Ísafirði. Kom það síðan í hlut slökkviliðsins að reykræsta. Valbjörn var upphaflega smíðaður í Njarðvík 1984.


                1686.  Gunnbjörn ÍS 307, nú Valbjörn IS 307 © mynd Þorgeir Baldursson 2007

Heimild: mbl.is og síða Þorgeirs