26.12.2009 00:00
Reykjavíkurhafnir þræddar
Ég fór með myndavélarnar og þræddi hafninar í henni Rvk, byrjaði í Tangarhöfn v/Gullinbrú og áfram um í Sundahöfn og endaði út á Granda,einn bátur sem ég fann var í porti bak við Klepp en ég komst ekki nálægt honum svo ég notaði 300m/m gleiðlinsu og ég veit ekkert um bátinn.
En greinilega eru menn farnir að huga að því að gera gamla trébáta upp sem skemmtibáta og túristafley og rakst ég á nokkra í gömluhöfn,eins er verið að gera þessa flottu aðstöðu við sjóminjasafnið og kring um Gullborgina.en myndirnar tala sínu máli,eins finnst mér Bekkersstýri og skrúfuhringir,hliðarskrúfur og annað sem venjulega er hulið neðan sjólínu,vera gaman að mynda og bera saman á milli skipa.
Þessar myndir sem eru í þessu maili eru allar teknar á Samsung 850 pro með 300m/m gleiðlinsu.
Þær sem koma í næsta eru teknar með Cannon EOS 400 ýmist með 200 m/m zoom eða 55m/m gleiðlinsu og flestar teknar með vélina stillta á næturmyndir,en sjálvirktri stillingu á Samsung og ég leitaðist svolítið við að leika mér með skugga og birtu og tók sumar nánast beint í sólarátt.
Myndirnar eru teknar frá kl 11 til kl 14 í dag og ég held að ég hafi náð öllum skipum í höfninni.
Dettifoss
2350. Árni Friðriksson RE 200
1053. Bára ÁR 21
Kaspryka 1 og Kaspryka 3
Laxfoss
Skútuhöfnin 
Reykjavíkurhöfn © myndir Sigurlaugur á jóladag 2009
