25.12.2009 22:00
50 ára bátateikningar og öll fley í höfuðborginni í morgun
Það hefur löngum verið sagt að jólin sé hátíða barnanna, því þótti mér tilvalið að birta um það bil 50 ára gamlar teikningar sem ég fann nýlega í mínum fórum. Þetta eru teikningar eftir mig úr 4., 5. og 6. bekk barnaskóla og þar sem ég er fæddur 1949, geta menn reiknað nákvæmlega aldur teikninganna, en þær eru ekki skannaðar, heldur tók ég skyndimyndir af þeim og á þeim er mikill barnasvipur og því langt í frá að þó myndirnar séu allar skírðar einhverjum skipum, að þær sé svo sem nokkuð líkar fyrirmyndinni.
Eftir miðnætti hefst síðan mikill þáttur þar sem Sigurlaugur spilaði aðalhlutverkið í morgun á milli kl. 11 og 14 er hann þræddi alla staði sem hægt var að finna einhver fley á í höfuðborginni, eða allt frá Tangarhöfn við Gullinbrú, áfram í Sundahöfn og endaði úti á Granda. Auk þess sem hann fann einn bát i porti bak við Klepp. Allt um það og nánar um tilraunir sem hann gerði þegar birtingin hefst eftir miðnætti, en nú koma barnateikingar mínar sem gerðar voru fyrir um hálfri öld.
42. Eldey KE 37
48. Fanney RE 4
93. Helgi Flóventsson ÞH 77
311. Baldur KE 97
311. Baldur KE 97
319. Bára SH 131
391. Erlingur KE 20
391. Erlingur KE 20
601. Ingiber Ólafsson GK 35
670. Manni KE 99
Freyja KE 10
Gullfoss
Helgi Flóventsson ÞH 77
Jón Guðmundsson KE 4
Rafnkell GK 510
Dux RE 300, hálfrar aldar gamlar teikningar Emils Páls © myndir Emil Páll
