23.12.2009 14:13
Tveir í jólabúningi
Í stuttri yfirferð yfir hafnirnar, Keflavík, Njarðvík, Sandgerði, Hafnarfjörð og Kópavog fyrir hádegi í morgun rakst ég aðeins á tvo báta sem voru komnir með jólaljós, Í Keflavík var að Grímsnes GK 555 og í Hafnarfirði, var það farþegaskipið Hafsúlan. Þar sem enn var dimmt þegar epj. fór um Keflavíkurhöfn tók hann myndina þar með næturstillingunni, en þá í Hafnarfirði á eðlilegan máta.

89. Grímsnes GK 555 í Keflavíkurhöfn um kl. 10 í morgun

2511. Hafsúlan, í Hafnarfirði á tófta tímanum í morgun © myndir Emil Páll 23. des. 2009

89. Grímsnes GK 555 í Keflavíkurhöfn um kl. 10 í morgun

2511. Hafsúlan, í Hafnarfirði á tófta tímanum í morgun © myndir Emil Páll 23. des. 2009
Skrifað af Emil Páli
