22.12.2009 09:54

Tilraun með myndatöku

Dimman, hefur oft verið vandamál okkar ljósmyndaranna, þó höfum við, ég og Markús verið nokkuð iðnir við að taka myndir á kvöldin og sjá hvað hægt er án mikils ljóss. Vélin hjá mér hefur ekki gefið mér næga möguleika, en síðan setti ég á fyrir nokkrum dögum næturlýsingu og eins og Guðmundur ST benti á var það eins og tekið í gegn um nætursjónauka. Í morgun um kl. 8 tók ég tvær myndir af Gandi VE 171 í Njarðvíkurslipp, með og án næturstillingarinnar og svei mér þá ef ég á ekki eftir að nota þá stillingu oftar þar til birtan fer að aukast. Hér sjáið þið myndarefnið bæði með og án stillingarinnar.








    84. Gandí VE 171 í Njarðvíkurslipp í morgun. Eins og sést á myndunum sem teknar eru með næturstillingunni, eru þær eins og í gegn um nætursjónauka, en allt í lagi og meira en vel nothæfar og því mun ég gera meira af því í vetur, því þó dagur hefji að lengjast frá og með deginum í dag, þá er fullrar birtu ekki að vænta nærri strax © myndir Emil Páll 22. desember 2009