21.12.2009 21:50

Ghana

Hér birtist næst síðasta birting af myndum Svafars Gestssonar frá veiðiúthaldi hans á Hafnarröstinni í Ghana. Myndir Svafars frá Morocco duga sennilega út janúarmánuð.

Annars er það að frétta að ástæðan fyrir því hversu litið hefur komið af myndum í dag, er að eftir samkomulagið við ljósmyndaranna, hef ég verið að henda út myndum sem ekki var vitað um hver ljósmyndarinn var og því gat það alveg eins verið einhver þeirra eins og einhverjir aðrir. Hef ég verið að taka inn myndir frá þeim í staðinn í seríurnar og í það fór tíminn og því gat ég ekki sinnt síðunni að öðru leiti í dag, á þessum styðsta degi ársins hvað birtu varðar, því strax á morgum fer daginn að lengja á ný, þó það sjáist kannski ekki alveg strax.


                                                         Unnið á dekki


                                                   Út af Wineba


                                                    Veiðarfæri úti


                                                     Við höfnina


                  Yusufa skipstjóri hjá Hollidaybrothers © myndir Svafar Gestsson