21.12.2009 12:08
Breið og góð samstaða
Eins og lesendur síðunnar hafa orðið varir við hefur þeim fjölgað mjög sem senda mér myndir til birtingar hér á síðunni. En það er ekki það eina, því nú hefur tekist samkomulag milli mín og helstu skipaljósmyndara landsins um að ég megi nota myndir frá þeim í seríumyndir mínar af bátum. Þetta eru höfðingjar eins og (í stafrófsröð) Guðmundur St.Valdimarsson, Hafþór Hreiðarsson, Jón Páll Ásgeirsson, Markús Karl Valsson, Tryggvi Sigurðsson og Þorgeir Baldursson.
Er ég þeim mjög þakklátur fyrir þetta og horfi með björtum augum til síðunnar, með allan þennan stuðning fyrirliggjandi.
Sendi ég þeim öllum, svo og þeim fjölmörgu sem sent hafa mér myndir að undanförnu kærar þakkir fyrir.
Emil Páll Jónsson
Er ég þeim mjög þakklátur fyrir þetta og horfi með björtum augum til síðunnar, með allan þennan stuðning fyrirliggjandi.
Sendi ég þeim öllum, svo og þeim fjölmörgu sem sent hafa mér myndir að undanförnu kærar þakkir fyrir.
Emil Páll Jónsson
Skrifað af Emil Páli
