20.12.2009 17:28

Gaman að þessu

Þessar myndir eru nánast perlur, því mjög sjaldgæft er að hafa náð þessu saman. Myndirnar sendi Júlíus V. Guðnason og er teknar uppi á Akranesi í feb. eða mars 2005. Sýna þær Engey RE 1 að frysta loðnu, Aðalstein Jónsson SU 11 að sækja varahluti og Hannes Andrésson SH 747 nýkominn úr Sæbjúgutúr. - Sendi ég Júlíusi bestu þakkir fyrir.


               2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11 og 2669. Engey RE 1


    2669. Aðalsteinn SU 11, 2662. Engey RE 1 og 582. Hannes Andrésson SH 747


    2669. Aðalsteinn Jónsson SU 11 og 2669. Engey RE 1


  2662. Aðalsteinn Jónsson SU 11 og 2669. Engey RE 1, í Höfn á Akranesi
© myndir Júlíus V. Guðnason í feb. eða mars 2005