20.12.2009 13:32

Keilir SI 145 á útleið í brælunni

Nú þegar flestir bátar eru í landlegu vegna brælu eða komnir í jólafrí, mátti í hádeginu sjá Keilir SI 145 fara frá Njarðvík í róður. Tók ég af honum þessa myndasyrpu, en því miður er tækjakosturinn ekki öflugur, lélegur aðdráttur þ.e. ekki almennileg aðdráttarlinsa, né aðstæður til að kroppa myndinar eins og það er kallað í dag. Læt ég þetta þó flakka.










     1420. Keilir SI 145, á leið út Stakksfjörðinn í hádeginu í dag © myndir Emil Páll 20. desember 2009