20.12.2009 11:08

Jökull Óðinn KÓ 111 ex Sigurbjörg Þorsteins BA 165

Bak við Verbúðirnar á Granda fann Sigurlaugur í gær bát sem trúlegar er verið að byggja upp og mig minnir að gera eigi úr honum skútu. Báturinn er nú skráður sem Jökull Óðinn KÓ 111, en hét síðast Sigurbjörg Þorsteins BA 65 og hefur verið í reyðuleysi um tíma. Birti ég nú sögu bátsins, myndir Sigurlaugs síðan í gær og eina mynd af Sigurbjörgu Þorsteins BA 165.






   626. Jökull Óðinn KÓ 111, í Reykjavík í gær  © mynd Sigurlaugur 19. des. 2009



   626. Sigurbjörg Þorsteins BA 165, í Reykjavíkurhöfn © mynd af google, ljósmyndari ókunnur.

Smíðaður á Neskaupstað 1948.

Árið 1956, keypti útgerðarfélagið Arnar hf. í Sandgerði bátinn sem þá hét Guðbjörg NK 74 og varð það upphafið af útgerð tveggja skipa sem báru nöfnin Guðbjörg GK 220. Þetta skip var þó selt aftur áður en til umskráningar kom.

Hefur að mestu legið við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn frá árinu 2000 - 2006 að hann var fluttur til Reykjavíkurhafnar og nú í haust var hann tekin upp og fluttur bak við Verbúðirnar á Granda, þar sem unnið er að endurbyggingu og að breyta bátnum í skútu.

Nöfn: Guðbjörg NK 74, Sjarni SH 115, Jökull RE 352, Jökull VE 15, Marvin AK 220, Valdimar AK 15, Sigurbjörg Þorsteins BA 165 og nú Jökull Óðinn KÓ 111.