20.12.2009 10:57

Ágúst RE 61

Þessi gamli bátur hefur legið ansi lengi fyrir neðan slippinn í Reykjavík, á plani þar sem nokkrir litlir bátar eru. Saga bátsins sem síðast hét Ágúst RE 61 verður nú sögð ásamt mynd sem Sigurlaugur tók af bátnum í gær.


   1260. Ágúst RE 61, í Reykjavíkurhöfn í gær © mynd Sigurlaugur 19. des. 2009

Smíðaður hjá Byggingarfélaginu Berg hf., Siglufirði 1972.

Hefur aðeins borið tvö nöfn: Jóhann Pálsson SU 30 og Ágúst RE 61 í rúm 30 ár, og að því ég best veit er hann enn á skrá.