19.12.2009 18:25

Fossá, bara skelin í dag

Í slippnum á Akranesi hefur verið þar í nokkrar vikur Fossá ÞH 362, sem í haust var selt frá Þórshöfn og til þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Er því verið að nánast byggja nýtt skip inn í skrokkinn, enda notkunnarhlutverkið allt annað, sem fram undan er. Birtast hér myndir af skipinu eins og það er nú á Akranesi og ein svona eins og það leit út áður, en hún var að vísu tekin 2005.


   597. Höfrungur til vinstri og 2404. Fossá ÞH 362 í slippnum á Akranesi í dag


  2404. Fossá ÞH 362, eins og skipið er í dag á Akranesi © myndir Júlíus V. Guðnason 19. desember 2009


                 2404. Fossá ÞH 362, á Akureyri © mynd Þorgeir Baldursson 2005