19.12.2009 18:16

Adolf RE 182 eða Eykon RE 19 á sæbjúgu?

Samkvæmt því sem ég hef fregnað um Adolf RE 182, sem er skráða nafnið á Eykon RE 19, mun hann verða tekin upp i slippinn á Akranesi á þriðjudag, en strax eftir helgi hefst vinna við að mála bátinn og undirbúa hann fyrir veiðar á sæbjúgum. Bátur þessi sem legið hefur í Reykjavíkurhöfn síðan á árinu 2004 var í gær dreginn upp á Akranes, en nafnið vefst fyrir mörgum, því á honum stendur Eykon RE 19, en í öllum skrám er hann sagður heita Adolf RE 182. Hér birtast tvær myndir af bátnum, önnur var tekin í dag uppi á Akranesi og svona til skemmtunar þá birtist mynd af honum eins og hann var glænýr.


    177. Adolf RE 182 ex Eykon RE 19, á Akranesi í dag © mynd Júlíus V. Guðnason 19. des. 2009


                        177. Jón Þórðarson BA 80 © mynd Snorri Snorrason