19.12.2009 13:42

Hvað skilu þeir eiga sameiginlegt?

Ekki ætla ég að hafa þetta getraun, heldur að upplýsa það hér, að 101 tonna stálbátarnir sem smíðaðir voru eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar í Austur-Þýskalandi og tveir fyrstu 101 tonna bátarnir Drífa RE 10 og Siglunes SH 22, sem smíðaðir voru á Akranesi eftir teikningu Benedikts Erlings Guðmundssonar áttu allmikið sameiginlegt. Málið er það að Benedikt fékk skrokkteikningar Hjálmars til að láta byggja þessa tvo báta og teiknaði síðan annað við skrokkana sjálfur. Svona svo menn geti betur glöggvað sig á þessu sýni ég nú slippmyndir af Siglunesi, og Búdda, eða Litlabergi, eins Búddi hét áður.


             Siglunes, 101 tonna bátur smíðaður á Akranesi


             Búddi, 101 tonna stálbátur smíðaður í Austur - Þýskalandi


       Litlaberg, 101 tonna stálbátur smíðaður í Austur - Þýskalandi