19.12.2009 11:50
Hafborg RE 299 / Hafborg SI 4

1350. Hafborg RE 299 © mynd úr safni Jóhanns Þórlindssonar

1350. Hafborg RE 299 © mynd úr safni Jóhanns Þórlindssonar

1350. Hafborg SI 4 © mynd í eigu Emils Páls

1350. Hafborg RE 299, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll

1350. Hafborg RE 16 í Kópavogshöfn © mynd Emil Páll
Smíðanr. 14 hjá Dráttarbrautinni hf. á Neskaupstað. Endurbyggður Njarðvík 1988, afskráður , endurskráður 2006 og væntanlega endurbyggður á Húsavík 2009
Það skemmtilega fyrir bátaáhugamenn og menn sem vilja varðveita báta eins og þennan, er að vita að eftir að hafa legið lengi í Kópavogshöfn var hann fluttur í sumar norður á Húsavík, þar sem nýr eigandi er að endurbyggja bátinn, eða ætlar sér það a.m.k.
Nöfn: Guðbjörg Sigfúsdóttir NK 20, Ljómi KE 153, Karl Marx ÍS 153, Oddur Jónsson GK 59, Hafborg RE 299, Hafborg KE 85, Hafbjörg KE 85, Hafborg, Hafborg SI 4 og Hafborg RE 16.
Skrifað af Emil Páli
