19.12.2009 12:02

Myndasyrpur úr Reykjavíkurhöfn - Hringur SH 153

Sigurlaugur hefur sent okkur enn einn skemmtilega myndapakkann til birtingar hér á síðunni. Þær sem hann sendi nú hefur hann tekið í sumar á laugardögum, en þá hittast og hafa gert í mörg ár, Eyjamenn og menn tengdir þeim í kaffi í Kolaportinu og notar Sigurlaugur ferðina niður á hafnarsvæðið til að smella myndum sem við fáum að njóta frá honum. Hér birtast myndir sem hann tók sem fyrr segir í sumar og eru þær úr slippnum í Reykjavík, þar sem myndaefnið er Hringur SH 153.
Sendi ég Sigurlaugi kærar þakkir fyrir og hlakka til að sjá myndirnar frá honum, því eins og lesendur fá að sjá í dag og oftar eru þær oft teknar frá ýmsum öðrum sjónarhornum en aðrir gera.








        2685. Hringur SH 153, slippnum í Reykjavík sl. sumar © myndir Sigurlaugur 2009