18.12.2009 22:20

Eldey KE 37 - Helgi S. KE 7 - Hilmir II KE 8 - Lómur KE 101 og Víðir II GK 275


                                    42. Eldey KE 37 © mynd úr FAXA

Stutt er síðan öll saga þessa báts var sögð hér á síðunni og því sleppi ég þeirri frásögn að sinni.


                                          76. Helgi S.  KE 7 © mynd úr FAXA

Sama á við um þennan, öll hans saga og öll þau nöfn sem hann hefur borið var sögð hér fyrir stuttu síðan og sleppi ég því upptalningunni að þessu sinni.


                                           98. Hilmir II KE 8 © mynd úr FAXA

Smíðaður hjá J. W. Bergs Varv & Mek Verksted A/B, Halsö, Svíþjóð 1963, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Kom til heimahafnar í Keflavík 28. júlí 1963. Brann og sökk 2. sept. 1983, 27 sm. V. af Öndverðarnesi.

Nöfn: Hilmir II KE 8, Valur ÍS 420, Jökull SH 77, Magnús Kristinn GK 515 og Brimnes SH 257.


                                         145. Lómur KE 101 © mynd úr FAXA

Saga bátsins og nöfnin sem hann hefur borið voru rifjuð hér upp fyrir stuttum tíma og því sleppi ég því nú.


                                    428. Víðir II GK 275 © mynd úr FAXA

Varðandi þennan bát, þá er stutt síðan hans saga og nafnalisti var birtur hér á síðunni, þó með annari mynd og því læt ég það vera að greina nánar frá því núna.