18.12.2009 18:14
Gæskur KÓ ?
Þó ég sé ekki alveg viss, tel ég að þessi bátur sem ég sá bak við hús í Kópavogi í dag, sé Gæskur KÓ. Miðað við að svo sé, flyt ég sögu þess báts undir myndinni.

647. Gæskur KÓ, í Kópavogi í dag © mynd Emil Páll 18. desember 2009
Smíðaður hjá Skipasmíðastöðinni hf. í Stykkishólmi 1961. Yfirsmiður var Kristján Guðmundsson, sem oft gekk undir nafninu ,,Stjáni slipp". Báturinn var fyrsti plankabyggði báturinn sem smíðaður var í Stykkishólmi. Fréttir varðandi það hver teiknaði bátinn, eru misvísandi, annarsvegar er talað um að Kristján hafi gert það og hinsvegar að Egill Þorfinnsson hafi teiknað bátinn. Báturinn var afskráður sem fiskiskip 2006.
Nöfn: Kristján SH 6, Konráð BA 152, Helga Björg HU 7, Reginn HF 228, Reginn HF 227, Sindri SH 121 og Gæskur KÓ.

647. Gæskur KÓ, í Kópavogi í dag © mynd Emil Páll 18. desember 2009
Smíðaður hjá Skipasmíðastöðinni hf. í Stykkishólmi 1961. Yfirsmiður var Kristján Guðmundsson, sem oft gekk undir nafninu ,,Stjáni slipp". Báturinn var fyrsti plankabyggði báturinn sem smíðaður var í Stykkishólmi. Fréttir varðandi það hver teiknaði bátinn, eru misvísandi, annarsvegar er talað um að Kristján hafi gert það og hinsvegar að Egill Þorfinnsson hafi teiknað bátinn. Báturinn var afskráður sem fiskiskip 2006.
Nöfn: Kristján SH 6, Konráð BA 152, Helga Björg HU 7, Reginn HF 228, Reginn HF 227, Sindri SH 121 og Gæskur KÓ.
Skrifað af Emil Páli
