18.12.2009 01:07

Ekki gera úlfalda úr mýflugu

Þau skrif sem hafa átt sér stað hér á síðunni síðustu tvo daga, varðandi huldumenn, hafa að því er virðist nokkuð ruglast milli manna. Ástæðan fyrir þvi að ég segi það, er að hér er um tvö mál að ræða.
Í fyrsta lagi hafa tveir aðilar komið oft inn undir nafnleysi og það get ég ekki liðið, enda kemur það fram í haus síðunnar. Annar þessara manna kom fram þann 16. þ,e, í fyrradag, því nú er kominn nýr dagur og sagðist heita Steini. Hinn maðurinn hefur ekki gefið sig fram og ég veit engin deili á honum, nema hans IP tölu sem ég hef ekki birt.

Ég hafði hótað að hætta, en þá kom inn maður sem nefndi sig Gunnar Þórisson og hann á IP töluna sem ég birti. Hann hefur ekki gert annað sér til ógagns en að koma fram undir röngu nafni og fara fram á að ég hætti á þessari síðu. Hann er ekki nafnleysinginn sem málið snérist um í upphafi. Það að maður sem er með mjög vinsæla síðu og er því í einu af toppsætum vinsældalistans, ekki bara á listanum yfir 20 vinsælustu síðurnar,  heldur í einu af toppsætunum, skyldi leggja til að ég hætti varð til þess að ég ákvað að hætta við að hætta. Enda tel ég að þarna sé um öfund að ræða eða ótta við að ég nái honum, því oftast og að mig minnir alltaf hefur hann verið framar en ég.

Flestir sem hafa skrifað um að ég birti nafn hans eftir IP tölunni, blanda saman þessum báðum málum. En þar sem hann hefur ekki gert meira en að fara fram á að ég hætti sem varð til þess að snúa mér við, er hann varla mjög sökóttur, þó ég hefði kannski átt að taka hann á orðinu og hætta. Hinsvegar hefur streymt inn fjöldinn allur af mönnum sem hafa kvatt mig til að halda áfram og ég mun gera það hvað sem tautar og raular. Einnig hafa margir sent mér tölvupóst eða hringt í mig til að kvetja mig til að halda áfram, en því miður blanda margir af þeim málunum tveimur saman.

Umræddur Steini kom í gær fimmtudag og líka þessi sem hét í eitt skipti Gunnar Þórisson, en nú undir réttu nafni. Ef menn vilja nota útilokunaraðferðina, er auðvitað hægt að fara yfir þá sem komu inn í gær og þá sem eru í toppsætum vinsældarlistans, já í toppsætunum þá er auðvelt að sjá hver maðurinn er.

Varðandi skrif Markúsar, þá er það rétt að eftir reynsluna af síðu Þorgeirs, hef ég haldið utan um allar IP tölur sem inn hafa komið á þessa síðu og mun gera áfram.

Því segi ég að lokum .þetta: EKKI GERA ÚLFALDA ÚR MÝFLUGU og blanda saman máli nafnleysingjanna, sem annar hefur viðurkennt sök á sig og máli manns sem vildi að ég hætti, en kom fram undir dulnefni af því að hann þorði ekki að láta vita hver hann væri.