17.12.2009 18:25
Pálína SK 2 og Gulli Karls / Vonin KE 2 / Rosemary

221. Pálína SK 2 og efst í hægra horninu er mynd af Gunnlaugi heitnum Karlssyni, skipstjóra og útgerðarmanni, betur þekktum sem ,,Gulla Karls á Voninni" © mynd úr FAXA

221. Vonin KE 2 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

221. Vonin KE 2, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll

221. Vonin KE 2, yfirbyggður, að koma til hafnar í Keflavík © mynd Emil Páll

221. Vonin KE 2, við bryggju í Keflavík © mynd Emil Páll

Rose marý (þessi rauði) í Ghana © mynd Svafar Gestsson
Smíðanr. 587 hjá N.V. ScheepsbouVerf, ,,De hoop" í Hardiuxveld, Hollandi 1960. Hljóp af stokkum 15. maí 1960. Lengdur og yfirbyggður í Danmörku 1982. Seld til Tema í Ghana í jan 1996 og skráð erlendis frá 1997.
Fiskiðjusamlag Húsavíkur og Höfði hf., Húsavík stofnuðu hlutafélag á Ísafirði í apríl 1995 til að kaupa skipið og hirða af því kvótann og úrelda svo.
Skipið fór frá Njarðvík, föstudaginn 8. mars 1996 undir Íslensku flaggi, en fór fyrst á erlent flagg 1997, þá í eigu Arnar Traustasonar o.fl. í Ghana.
Nöfn: Pálína SK 2, Vonin KE 2 (í 29 ár), Vonin ÍS 82, Sæfell ÍS 820, Sæfell GK 820, Sæfell ÍS 99, aftur Sæfell ÍS 820, Jón á Hofi, Rose mary og Surprise. Síðast vitað um það undir síðasta nafninu árið 2006.
Skrifað af Emil Páli
