17.12.2009 15:58

Sjóslysið: Maðurinn hét Guðmundur Sesar Magnússon og báturinn Börkur frændi NS 55 ex Sæborg GK 43


     1516. Hér sem Sæborg GK 43, en það nafn fékk báturinn laust eftir síðustu áramót og hafði verið seldur eftir það til Vopnafjarðar þar sem hann fékk nafnið Börkur frændi NS 55 og enn á ný var búið að selja hann og var verið að ferja hann suður, er sjóslysið átti sér stað © mynd Emil Páll 2009.

Maðurinn sem lést í sjóslysi við Skrúð í gær hét Guðmundur Sesar Magnússon en hann er fæddur árið 1952. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Lögreglan á Eskifirði rannsakar orsakir slyssins en engar frekari upplýsingar um framvindu rannsóknarinnar verða gefnar að svo stöddu. Slysið varð um kl. 08:00 í gærmorgun við svokallaðar Brökur norð-austan við Skrúð þegar vélbáturinn Börkur frændi NS-55 fórst. Tveir menn voru á bátnum og komst annar þeirra í björgunarbát og var bjargað um borð í fiskibát, en hinn lést, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

        Síðueigandi sendir dýpstu samúðarkveðjur til allra er hlut eiga að máli.


               Mynd úr vefmyndavél frá Fáskrúðsfirði og sést báturinn neðst á myndinni