17.12.2009 09:35
Hafnfirðingur HF 111
Í eina tíð ætlaði hópur manna að hagnast á útgerð, eins og margir aðrir og keyptu til þess togara þann sem nú verður kynntur. Ekkert varð þó af útgerðinni og var honum skilað aftur til síns heima eins og það er kallað. Nánar um það fyrir neðan myndina.
1161. Hafnfirðingur HF 111 © mynd Þorgeir Baldursson 1996 eða 97
Smíðanúmer 634 hjá A/S Trondhjems Mek. Verksted í Trondhjem í Noregi 1969.
Skipið er byggt sem frystitogari, síðan notaður 1981-1996 sem rannsóknarskip á vegum kanadísku ríkisstjórnarinnar, sem var með skipið á leigu. Kom skipið í fyrsta sinn til Hafnarfjarðar á uppstigningardag 16. marí 1996 og þá gaf Þorgerður Einarsdóttir, móður eins eiganda hans honum nafn. Skipið lá síðan við bryggju í Hafnarfirði frá því það kom fyrst til landsins og þar til það fór að landi brott 30. maí 1997 og var þá selt til Kanada, en hafði í upphafi verið í Noregi og síðan í Kanada, þá hér á landi og aftur í Kanada og síðan til Þýskalands, en ekkert er vitað um það síðan 1999.
Nöfn: Ekki alveg öruggt með fyrsta nafn, en talið vera Akergruppen M-58-A, síðan Gadus II, Gadus Atlantica, Hafnfirðingur HF 111, aftur Gadus Atlantica og Atlantic Accress.
