17.12.2009 00:00
Nokkrir gamlir og bátar brotna í spón
Hér birtast gamlar myndir úr Faxa sem er blað Málfundafélagsins Faxa í Keflavík sem komið hefur út í meira en 60 ár. Á myndunum eru gamlir bátar, gamall kútter og á einni sjást bátar sem slitnað höfðu upp og enduðu með að brotna í spón í óveðri. Undir hverri mynd er rakin saga viðkomandi báts.

Hér sjást tveir af þremur bátum sem ráku á land í miklu óveðri í Keflavík í miklu óveðri í febrúar 1941. Bátarnir þrír sem ráku á land brotnuðu allir í spón og þeir voru Sæþór NS 339, Trausti GK 453 og Öðlingur GK 295 og sjást Sæþór og Öðlingur á myndinni © mynd úr FAXA.
Sæþór NS 339: Smíðaður í Svíþjóð 1934. Bar aðeins þetta eina nafn: Sæþór NS 339.
Trausti GK 453: Smíðaður í Reykjavík 1915 og var á tímabili notaður sem varðbátur. Báturinn var oft nefndur Gerða-Trausti. Hann bar aðeins þetta eina nafn: Trausti GK 453.
Öðlingur GK 295: Smíðaður á Eyrarbakka 1915. Lengdur 1924 og endurbyggður á Eyrarbakka 1926 eftir að hafa lent í miklum hrakningum út á Selvogsbanka 14. apríl 1926. Togarinn Skallagrímur RE 145 tók bátinn í tog, en hann slitnaði aftan úr togaranum og rak á land við Grindavík, þaðan sem honum var síðan bjargað. Nöfn: Öðlingur ÁR 183 og Öðlingur GK 294.

Birkir SU 519 í lengingu í slippnum í Innri-Njarðvík 1941 © mynd úr FAXA
Smíðaður í Noregi 1934. Sagaður í tvennt og lengdur og skipt um stýrishús í Dráttarbrautinni í Innri-Njarðvík 1941 og var yfirsmiður við það verk Bjarni Einarsson. Eyðilagðist af eldi norður á Húnaflóa 21. okt. 1951.
Nöfn: Birkir SU 519 og Birkir RE 74.

280. Bjarni Ólafsson GK 509, á Siglufirði © mynd úr FAXA
Smíðaður af Magnúsi Guðmundssyni, skipasmið í Reykjavík 1925. Talinn ónýtur 1972.
Nöfn: Bjarni Ólafsson GK 509, Áfram GK 509, Sigurbjörg HU 3, Sigurbjörg EA 12, Bjarni Ólafsson SI 51 og Andvari I SK 4

Keflavík GK 15, árið 1920 © mynd úr FAXA
Var fyrst seglskúta, en síðan fiskiskúta með vél. Smíðaður hjá Cottingham Bros, Bideford (Cool) 1884. Seld til Færeyja 1926 og síðan á níunda áratugnum var hún seld til skipasmíðastöðvarinnar í Englandi sem upphaflega smíðaði skipið og átti að breyta því í upphaflegt horf. Áður en það var selt til Englands hafði skipið sokkið í Færeyjum en var náð upp aftur.
Árið 1977 kom skipið til Íslands, en þá var það á handfæraveiðum við suð-vesturlandið og hét þá Havfrúgin FD 74 og hafði nýlega verið umbyggð.
Nöfn: Pint, Keflavík GK 15, Keflavík VA 16 og Haffrúgin FD 74.
Ekkert er vitað um skipið eftir að það far selt að nýju til Englands.

555. Stakkur GK 503 © mynd úr FAXA
Smíðaður í Reykjavík 1922 og stækkaður af Pétri Wigerlund í Innri-Njarðvík 1939. Talinn ónýtur 26. des.1965.
Nöfn: Stakkur GK 503, Sturla Ólafsson GK 503, Fylkir GK 503, Fylkir SH 11 og Heiða RE 32.

Svanur GK 462 © mynd úr FAXA
Smíðaður í Reykjavík 1916. Stækkaður 1935. Talinn ónýtur 30. desember 1960.
Eftir að báturinn var lengdur gekk hann ýmist undir nöfnunum ,,Litli hryggur" eða ,,Kattarhryggur", einnig var hann oft nefndur ,, Svanur elzti".
Nöfn: Svanur GK 462, Svanur ÍS 568, Svanur TH 77, aftur Svanur GK 462 og Svanur RE 266.

Hér sjást tveir af þremur bátum sem ráku á land í miklu óveðri í Keflavík í miklu óveðri í febrúar 1941. Bátarnir þrír sem ráku á land brotnuðu allir í spón og þeir voru Sæþór NS 339, Trausti GK 453 og Öðlingur GK 295 og sjást Sæþór og Öðlingur á myndinni © mynd úr FAXA.
Sæþór NS 339: Smíðaður í Svíþjóð 1934. Bar aðeins þetta eina nafn: Sæþór NS 339.
Trausti GK 453: Smíðaður í Reykjavík 1915 og var á tímabili notaður sem varðbátur. Báturinn var oft nefndur Gerða-Trausti. Hann bar aðeins þetta eina nafn: Trausti GK 453.
Öðlingur GK 295: Smíðaður á Eyrarbakka 1915. Lengdur 1924 og endurbyggður á Eyrarbakka 1926 eftir að hafa lent í miklum hrakningum út á Selvogsbanka 14. apríl 1926. Togarinn Skallagrímur RE 145 tók bátinn í tog, en hann slitnaði aftan úr togaranum og rak á land við Grindavík, þaðan sem honum var síðan bjargað. Nöfn: Öðlingur ÁR 183 og Öðlingur GK 294.

Birkir SU 519 í lengingu í slippnum í Innri-Njarðvík 1941 © mynd úr FAXA
Smíðaður í Noregi 1934. Sagaður í tvennt og lengdur og skipt um stýrishús í Dráttarbrautinni í Innri-Njarðvík 1941 og var yfirsmiður við það verk Bjarni Einarsson. Eyðilagðist af eldi norður á Húnaflóa 21. okt. 1951.
Nöfn: Birkir SU 519 og Birkir RE 74.

280. Bjarni Ólafsson GK 509, á Siglufirði © mynd úr FAXA
Smíðaður af Magnúsi Guðmundssyni, skipasmið í Reykjavík 1925. Talinn ónýtur 1972.
Nöfn: Bjarni Ólafsson GK 509, Áfram GK 509, Sigurbjörg HU 3, Sigurbjörg EA 12, Bjarni Ólafsson SI 51 og Andvari I SK 4

Keflavík GK 15, árið 1920 © mynd úr FAXA
Var fyrst seglskúta, en síðan fiskiskúta með vél. Smíðaður hjá Cottingham Bros, Bideford (Cool) 1884. Seld til Færeyja 1926 og síðan á níunda áratugnum var hún seld til skipasmíðastöðvarinnar í Englandi sem upphaflega smíðaði skipið og átti að breyta því í upphaflegt horf. Áður en það var selt til Englands hafði skipið sokkið í Færeyjum en var náð upp aftur.
Árið 1977 kom skipið til Íslands, en þá var það á handfæraveiðum við suð-vesturlandið og hét þá Havfrúgin FD 74 og hafði nýlega verið umbyggð.
Nöfn: Pint, Keflavík GK 15, Keflavík VA 16 og Haffrúgin FD 74.
Ekkert er vitað um skipið eftir að það far selt að nýju til Englands.

555. Stakkur GK 503 © mynd úr FAXA
Smíðaður í Reykjavík 1922 og stækkaður af Pétri Wigerlund í Innri-Njarðvík 1939. Talinn ónýtur 26. des.1965.
Nöfn: Stakkur GK 503, Sturla Ólafsson GK 503, Fylkir GK 503, Fylkir SH 11 og Heiða RE 32.

Svanur GK 462 © mynd úr FAXA
Smíðaður í Reykjavík 1916. Stækkaður 1935. Talinn ónýtur 30. desember 1960.
Eftir að báturinn var lengdur gekk hann ýmist undir nöfnunum ,,Litli hryggur" eða ,,Kattarhryggur", einnig var hann oft nefndur ,, Svanur elzti".
Nöfn: Svanur GK 462, Svanur ÍS 568, Svanur TH 77, aftur Svanur GK 462 og Svanur RE 266.
Skrifað af Emil Páli
