16.12.2009 20:11
Nafnleysingjar fjarlægðir
Eins og ég hef marg oft lýst yfir og stendur efst hér á síðunni, eru nafnlausar athugasemdir og athugasemdir með röngum nöfnum jafnharðan fjarlægðar er til þeirra sjást hér á síðunni. Ég kem fram undir fullu nafni og flest allir aðrir og því krafa að allir geri slíkt hið sama. Í dag hefur verið tvisvar komið inn með merkingu í formi tákna og hef ég fjarlægt þær athugasemdir um leið og ég hef séð þær, þó svo að ekki sé um neitt rangt hvað fyrirspurnirnar eða athugasemdirnar varðar, nema merkingin. Eins og ég hef áður sagt mun ég grípa til einhverja af þessum þremur aðgerðum sem ég hef hótað og þá er það viðkomandi að kenna og engum öðrum, mönnum sem fela sig bak við nafnleysi. Aðgerðirnar sem ég mun framkvæmda eru einhver eftirtalinna. 1. Loka fyrir allar athugasemdir, 2. Læsa síðunni nema gegn lykilorði, eða 3. Hætta alveg með þessa síðu. - Hér er alvara á ferðinni, sem ekki verður liðin eins og fram kemur í haus síðunnar.
