16.12.2009 19:18
Fannst um borð í bátnum
© mynd mbl.is
Báturinn, sem sökk við Skrúð í morgun, hefur verið dreginn að bryggja á Fáskrúðsfirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á staðnum var lík mannsins sem saknað hafði verið um borð í bátnum.
Tveir voru um borð í bátnum þegar hann sökk og komst annar þeirra um borð í gúmmíbjörgunarbát. Hins mannsins var leitað fram eftir degi, en um 50 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni auk lögreglumanna og mannskaps frá Landhelgisgæslunni.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Fáskrúðsfirði verður báturinn hífður upp á bryggju í kvöld og í framhaldinu mun lögreglan rannsaka bátinn til að reyna að komast að því hvað olli slysinu.
Heimild: mbl.is
Skrifað af Emil Páli


