16.12.2009 18:20
Sædís RE 63 / Jóhannes Jónsson KE 79

826. Sædís RE 63, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

826. Sædís RE 63, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

826. Jóhannes Jónsson KE 79 © mynd úr Faxa
Svokallaður blöðrubátur, smíðaður í Hallerviksstrand í Svíþjóð 1941. Endurbyggður inni í húsi hjá Dráttarbraut Keflavíku hf. 1981 - 1982. Afskráður 1998, brenndur á áramótabrennu á nýja hafnarsvæðinu í Hafnarfirði 31. des. 1988.
Frá des. 1946 til 1962, fór ekki saman skráning í Sjómannaalmanaki og því sem stóð á bátnum sjálfum. Samkvæmt sjómannaalmanakinu hét báturinn Jón Finnsson II GK 505, en á bátnum sjálfum stóð aðeins Jón Finnsson GK 505 og hjá Siglingamálastofnun var hann skráður sem Jón Finnsson GK 505 og 1962 var því breytt þar í Jón Finnsson II GK 505.
Nöfn: Koberen, Jón Finnsson GK 505, Jón Finnsson II GK 505, Sædís RE 63, Jóhannes Jónsson KE 79 og Fengsæll GK 262.
Skrifað af Emil Páli
