15.12.2009 13:00
Lena ÍS 61
Sá fallegi og ný uppgerði bátur Lena ÍS 61 hefur að mestu legið við bryggju frá því að strandveiðitímabilinu lauk og þá fyrst í Keflavíkurhöfn en síðar í Njarðvíkurhöfn. Í góða veðrinu í morgun fór hann aðeins út fyrir, hvort það var verið að stilla kompásinn, eða bara prufukeyrsla veit ég ekki, en eftirfarandi myndir tók ég er hann var að koma til baka til Njarðvíkur laust fyrir hádegi.





1396. Lena ÍS 61, kemur til Njarðvíkur í góða veðrinu í morgun © myndir Emil Páll 15. des. 2009
Smíðanúmer 2 hjá Básum hf., Hafnarfirði. Stórviðgerð framkvæmd uppi á bryggju í Vogum sumarið 2004, lá síðan þar við bryggju fram til des. 2006 að hann var færður í Grófina í Keflavík. Viðgerð var síðan lokið fyrri helming þessa árs þ.e. 2009 í Njarðvíkurslipp.
Nöfn: Haftindur HF 123, Gunnvör ST 29, Glettingur NS 100, Lena GK 72, Gunnhildur ST 38 og aftur Lena GK 72 og núverandi nafn er: Lena ÍS 61





1396. Lena ÍS 61, kemur til Njarðvíkur í góða veðrinu í morgun © myndir Emil Páll 15. des. 2009
Smíðanúmer 2 hjá Básum hf., Hafnarfirði. Stórviðgerð framkvæmd uppi á bryggju í Vogum sumarið 2004, lá síðan þar við bryggju fram til des. 2006 að hann var færður í Grófina í Keflavík. Viðgerð var síðan lokið fyrri helming þessa árs þ.e. 2009 í Njarðvíkurslipp.
Nöfn: Haftindur HF 123, Gunnvör ST 29, Glettingur NS 100, Lena GK 72, Gunnhildur ST 38 og aftur Lena GK 72 og núverandi nafn er: Lena ÍS 61
Skrifað af Emil Páli
