14.12.2009 19:28
Ásgeir Torfason ÍS 96
Bjarni Sv. Benediktsson sendi mér eftirfarandi myndasyrpu sem ég ætla að birta alla, en auk þess bætti ég tveimur af myndunum inn í syrpuna hér fyrir neðan af sama skipi með öðrum nöfnum. Bréf hans er svo hljóðandi: Ég sá að þú vast með myndir af bát sem eitt sinn hét Ásgeir Torfason. Þetta er síðasti báturinn sem pabbi minn átti en hann lést árið 1982. Hann átti þrjá báta með þessu nafni og einn sem hét Torfi Halldórsson.




62. Ásgeir Torfason ÍS 96 og 62. Hringur GK 18
Sendi Bjarna kærar þakkir fyrir myndirnar og kveðjuna sem fylgdi með
Skrifað af Emil Páli
