11.12.2009 00:12

7 af 16 nöfnum eða skráningum

HAFRÚN ÍS 400, DANNI PÉTURS KE 175, HELGI S. KE 7, EINIR GK 475, MUMMI GK 120, SÆRÚN HF 4 OG GUÐRÚN BJÖRG HF 125

Hér er endurbirt í þriðja eða fjórða skiptið listi yfir þetta skip. En eftir hverja birtingu hefur fjölgað þeim myndum sem komið hafa til viðbótar með nýjum nöfnum. Markmiðið er auðvitað bæði nú sem i öllum öðrum tilfellum að birta myndir af öllum breytingum viðkomandi skips svo og öllum nöfnum og/eða skráningu sem á því hafa orðið. Til þess að það takist hafa ýmsir af lesendum síðunnar svo og skipaljósmyndarar lánað mér myndir og því óska ég eftir að ef einhver ykkar þarna úti eigi myndir af þessu skipi eða öðrum sem ég hef verið að birta myndir af að lána mér þær, svo þessar skemmtilegu myndasyrpur nái tilgangi sínum. Auðvitað merki ég þeim myndirnar sem það vilja. Frá síðustu birtingu hafa komið fjórar nýjar myndir sem nú koma í ljós, en ég veit til þess að fleiri myndir eru til og því óska ég eftir að eigendur þeirra láni mér þær ef mögulegt sé. Með því að bera saman myndirnar og nafnalistann fyrir neðan þær sést hvaða myndir vantar. Að endingu sendi ég þeim sem lánað hafa mér myndir kærar þakkir fyrir.


            76. Hafrún ÍS 400 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


                           76. Danni Péturs KE 175 © mynd Emil Páll


                                 76. Helgi S. KE 7 © mynd Þorgeir Baldursson


                                       76. Helgi S. KE 7 © mynd Emil Páll


                                     76. Helgi S. KE 7 © mynd Emil Páll


                                        76. Einir GK 475 © mynd Emil Páll


         76. Mummi GK 120 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm. ókunnur


                                   76. Særún HF 4 © mynd Jón Páll


                        76. Guðrún Björg HF 125 © mynd Þorgeir Baldursson


           76. Guðrún Björg HF 125 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm. ókunnur

Þar sem sagan hefur oft verið rifjuð upp hér læt ég aðeins nafnalistann duga að þessu sinni: Jón Trausti ÞH 52, Hafrún ÍS 400, Hinrik KÓ 7, Danni Péturs KÓ 7, Danni Péturs KE 175, Frigg BA 4, Helgi S. KE 7, Einir HF 202, Einir GK 475, Mummi GK 120, Særún GK 120, Særún HF 4, Kristján ÓF 51, Njarðvík GK 275, Tjaldur RE 272 og Guðrún Björg HF 125.