10.12.2009 18:39

Ljót sjón - Gamli Höfrungur og síðast Barsskor hogginn upp

Hér í syrpunni fyrir neðan er sagt frá hinum Færeyska Barsskor, sem hét í upphafi Höfrungur frá Akranesi og var smíðaður á Akranesi 1929. Árið 2006 bauðst Skagamönnum báturinn til kaups á 1 kr. til varðveislu og var nokkuð talað um að fara út að sækja hann. Ekkert var þó af því og grotnaði báturinn við bryggju í Færeyjum þar til á síðasta ári að hann var tættur niður og hent á haugana. Um 30 myndir af því má skoða í færeysk netmiðlinum Nordlysið 12. og 13. desember 2008 og birti ég hér 5 þeirra.










               Ekki verður Barsskor varðveittur á Akranesi, eftir þetta © myndir Nordlysid