09.12.2009 00:08
Bjarmi II EA 110 / Hrungnir GK 50 / Fjölnir SU 57

237. Bjarmi II EA 110, siglir inn Hafnarfjörð © mynd Snorri Snorrason

237. Hrungnir GK 50 © mynd af heimasíðu Vísis

237. Hrungnir GK 50, í Grindavík © mynd Emil Páll 2008

©237. Fjölnir SU 57 © mynd Kjartan Viðarsson 2008

237. Fjölnir SU 57, í Njarðvíkurslipp © mynd Markús Karl Valsson
Smíðanúmer 164 hjá Framnes Mek. Verksted A/S í Sandefjord, Noregi 1963. Kom nýr til Dalvíkur 3. feb. 1964. Lengdur Noregi 1966.
Strandaði á Loftstaðarfjöru austan Stokkseyrar, 6. mars 1967. Náðist af strandstað rúmum þrem vikum síðar og var tekin til viðgerðar. Var það Björgun hf. sem bjargaði bátnum, en þegar þeir komu að verkinu var búið að lýsa því yfir að björgun væri vonlaus og ætlaði Samvinnutryggingar að borga bátinn út.
Endurbyggður í Dráttarbrautinni hf. Neskaupstað, eftir að hafa strandað aftur og nú á Hvalbak 29. jan. 1973. Náðist hann þar út mikið skemmdur.
Yfirbyggður í Njarðvíkurslipp 1983. Lengdur aftur 1990. Endurbættur hjá Astilleros Pasajes, San Sebastian, Spáni, sumarið 1999. Veltitankur settur í skipið í Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. vorið 2007.
Nöfn: Bjarmi II EA 110, Reykjanes GK 50, Hrungnir GK 50 ( í 34 ár) og núverandi nafn er Fjölnir SU 57.
Skrifað af Emil Páli
