08.12.2009 21:18
Sett í farbann vegna 125 athugasemda
Siam Topaz © mynd Ship potos
Gerðar voru 125 athugasemdir við ástand flutningaskipsins Siam Topaz þegar flokkurnarfélag skipsins skoðaði það við komu þess til Grundartanga 23. nóvember sl.
Skipið var sett í farbann við hafnarríkiseftirlit á Grundartanga og gerðar 13 athugasemdir við skipið m.a. við ársskoðanir þriggja skíreina. Þá var flokkunarfélag kallað til og gerði það ítarlega skoðun.
Siam Topaz er skráð á Bahama og er rúmlega 15.833 brúttótonn. Útgerðin er í Mumbai á Indlandi.
Gerðar voru lagfæringar og var skipinu leyft að sigla beina leið til viðgerðar í Póllandi sl. sunnudag.
Heimild: mbl.is
Skrifað af Emil Páli
