08.12.2009 18:42

Hrafn Sveinbjarnason III GK 11 strandar

Sjórinn var fljótur að farga skipinu í briminu og aðeins í nokkra daga mátti sjá eitthvað sem minnti á bát, en eftir það var það bara skipshlutir hér og þar. Þessi mynd sýnir skrokkinn nokkuð illa skemmdan, enda orðinn gjörónýtur.

103. Hrafn Sveinbjarnason III GK 11 strandaði á Hópsnesi við Grindavík 12. feb. 1988 og ónýttist © mynd í eigu Emils Páls