08.12.2009 18:16
Þegar Hrönn ÍS 74 sökk og dró Jón Forseta næstum með sér
Hér fyrir neðan er sagt frá því að Jón Forseti þá ÍS nú RE var nærri sokkinn í Ísafjarðarhöfn. Nú hefur Jón Grunnvíkingur sent myndir til birtingar af atburðinum og smá frásögn til viðbótar við það sem ég hafði.



241. Hrönn ÍS 74 sökk í Ísafjarðarhöfn laugardaginn 7. mars 2009 og var náð upp aftur miðvikudaginn 11. mars 2009
241. Hrönn ÍS 74 sökk í Ísafjarðarhöfn laugardaginn 7. mars 2009 og var náð upp aftur miðvikudaginn 11. mars 2009
Litlu munaði að 992. Jón Forseti ÍS 85 færi líka niður því það var komið þó nokkuð af sjó í hann en fyrir snarræði hafnarstarfsmanna og slökkviliðs tókst að losa hann áður en hann fylgdi með © myndir Jón Grunnvíkingur.
Lokið við að dæla upp úr Jóni Forseta © mynd Jón Grunnvíkingur
Skrifað af Emil Páli
