08.12.2009 12:55

Leikur með birtuna

Hér birtist myndasyrpa sem tekin var í morgun frá kl. 10.20 til 12.05. Sýna myndirnar muninn á birtunni, sem er í tæpasta lagi þegar fyrsta myndin var tekin og batnaði og batnaði og var orðin ágæt í restina. Myndasyrpan sem inniheldur 13 myndir hófst kl. 10.20 með töku á mynd af Faxa RE 9, síðan er tekin í Reykjavík mynd af Jóni Forseta RE 300, þá er það Hafnarfjörður og fyrst er það íslensk-rússneski togarinn Víking, þá íslensk-norski báturinn Ásta B., Hafsúlan og Glaður ÍS 221 sem búið er að selja austur á land. Næsti viðkomustaður er Grindavík og þar eru það Dúa RE 400, bátar með skráninganr. GK-KE-RE saman í röð og síðust þar er Jóhanna Gísladóttir ÍS 7 og leiknum var lokið kl. 12.05 í Njarðvík af Jóhönnu Margréti SI 11. Hér sjáið þið árangurinn:


                                             1742. Faxi RE 9 í Reykjavík


   992. Jón Forseti RE 300 í Reykjavíkurhöfn, en þessi bátur var lá lengi  í Ísafjarðarhöfn og var nærri sokkinn þar við bryggju. Síðan var hann fluttur til Reykjavíkur þar sem búið að að gera hann að mestu upp og setja á hann skráninguna RE 300, sem sést ekki í þessari dökku mynd þar sem stafirnir eru brúnir á svörtum grunni.


  


Víking, hét áður Ólafur Jónsson GK 404 frá Sandgerði og hefur í þó nokkur ár verið skráður í Rússlandi, en er í eigu fyrirtækis í eigu Íslendinga. Landar hann alltaf í Hafnarfirði.




        2511. Hafsúlan, var í Hafnarfirði í morgun, hún hefur verið í hvalaskoðun á Stakksfirði og inn undir Hafnarfjörð undanfarna daga.




  Ásta B T-3-T er nýjasta verkefni frá Trefjum og er í eigu bæði Norðmanns og Íslendings, enda er á skyggninu fánar beggja landanna.


   1922. Glaður ÍS 221, hefur verið seldur frá Hafnarfirði til Bakkafjarðar, samkvæmt frásögn á síðu Grétars Þórs og fer þangað mjög fljótlega.


      617. Dúa hefur verið máluð á skrokkinn, en stýrishúsið látið vera, en um það hefur verið fjallað á allmörgum skipasíðum síðan báturinn kom niður úr kvínni eftir að málning hafði farið um hann. Hefur hann síðan að mestu legið í Grindavík


 GK-KE-RE þessir þrír liggja saman bundnir í Grindavík og nöfn þeirra eru 1264. Sæmundur GK 4, 1321. Geir KE 1 og 617. Dúa RE 400. Sæmundur hefur legið þarna nokkuð lengi.


                          1076. Jóhanna Gísladóttir ÍS 7, í höfn í Grindavík


    163. Jóhanna Margrét SI 11, var síðast þegar vitað var í eigu fyrirtækis í Njarðvík, en skipið er búið að vera bundið við bryggju þarna í nokkur ár og fyrr á þessu ári bættist annað skip frá útgerðinni, sem líka er bundið þarna.
Með þessari mynd tekur þessi myndasyrpa enda, en eins og segir í formála, var þetta leikur við birtuna þar sem myndir voru teknar á fjórum útgerðarstöðum á rúmum hálfum öðrum tíma © myndir Emil Páll í dag 8. des. 2009.