Núpur BA 69
|
Núpur BA frá Patreksfirði aflaði yfir 400 tonn í nóvember. Athygli vekur að Núpur BA er nokkru minna skip heldur en þeir fjórir aðrir bátar á landinu sem yfir 400 tonnin komust og er t.d. burðargeta Núps BA nokkru minni en skipanna í kringum hann. Þrátt fyrir það þá komst báturinn í 80 tonn í einum róðri sem er einn af stærstum róðrum bátsins. Þess má geta að Kópur BA kom með 65 tonn í einum róðri og er þetta með stærri róðrum bátsins. Fimm skip komust yfir 500 tonn í mánuðinum og þar var Sighvatur GK hæstur. Frá þessu var sagt á aflafrettir.com.
Heimild: bb.is