03.12.2009 20:06

Opna aftur fyrir athugasemdir - en virðið reglurnar

Að undanförnu hafa tveir til þrír einstaklingar verið iðnir við að birta hér athugasemdir sem innihalda skítkast, óviðeigandi athugasemdir eða annað og í öllum tilfellum er nafnleysi höfundar. Ip talan er skilin eftir, enda kemur hún sjálfvirkt til mín og þannig er hægt að komast að því hverjir eru hér á ferðinni. Efst á síðunni stendur að slíkt verði ekki liðið.

Ég er í dag með fjórar vefsíður, á einni er ekki hægt að koma með athugasemdir og á annarri, eru það eingöngu vinir með fullu nafni og mynd sem þar komast að. Á tveimur síðum geta hver sem er farið inn og gert það sem honum sýnist. Ég hef hins vegar reglur á öllum þessum síðum og ef ekki er farið eftir þeim eru viðkomandi eitraðir út.

Ég mun nú opna aftur fyrir athugasemdir, en bendi mönnum á reglurnar sem fylgja og eru skrifaðar efst á síðuna. Þeir sem fara ekki eftir reglum eru að skemma fyrir hinum stóra og góða lesendahóp sem ekkert er út á að setja. Því ef þetta heldur áfram, eins og í gær þegar leiðinleg umræða fór af stað eftir að ábending kom fram um ranga fullyrðingu  undir einu skipi. En síða eins og þessi þar sem mun meiri upplýsingar fylgja skipum en venja er, er auðvitað í meiri hættu en aðrar að eitthvað rangt slæðist með og þá er það leiðrétt, án þess að notað sé háð.

Rúsínan í pylsuendanum er þó sú að ef menn halda þessum leik áfram mun ég gera það að loka aftur fyrir athugasemdir um lengri tíma og hugsanlega alveg, eða læsa síðunni gegn lykilorði útvaldra vina. Því ég er á þessari síðu sem og á hinum stífur á að farið sé eftir reglunum.

Að endingu bið ég menn um að sleppa sér ekki hér fyrir neðan með athugasemdum eins og gerðist á síðu Þorgeirs, þegar þeir tóku rangan pól í hæðina og óðu um vígvöllinn með athugasemdir sem voru að öllu leiti rangar. Þessir menn höfðu ekki einu sinni fyrir því að biðja afsökunar þegar Þorgeir kom sjálfur fram og benti á að það sem þeir sögðu um mig voru að engu leiti mitt mál, heldur mál okkar beggja og í sumum tilfellum mál hans. Slík umræðu flýtir aðeins fyrir því að ég loki aftur fyrir athugasemdir eða læsi hugsanlega síðunni nema fyrir útvalda.

Sjálfsagt finnst einhverjum ykkar ég vera smámunasamur eða viðkvæmur, en það er mitt mál, því ég sem sjálfur reglurnar fyrir mína síðu, síðu sem veitir mun meiri upplýsingar en aðrir.

                       
Lifið heil

 

                        Emil Páll