03.12.2009 09:38
Mummi KE 120 / Erlingur SF 65
1379. Mummi KE 120, ásamt fleirum í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll
1379. Erlingur SF 65 © mynd Marine Traffic, Andri Snær Þorsteinsson
Smíðanr. 53 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1974. Yfirbyggður 1986 og lengdur 1994.
Báturinn var upphaflega smíðaður fyrir Einhamar hf. Bíldudal, en vegna vanskila misstu þeir bátinn og því urðu Mummi hf., Sandgerði í raun fyrsti útgerðaraðili bátsins. Báturinn var sá 11. af 14 í raðsmíðaflokki 105-150 tonna stálskipa hjá stöðinni.
Nöfn: Kópanes BA 99, Mummi KE 120, Mummi GK 120, Ölduljón VE 130, Dala-Rafn VE 508, Ölduljón VE 509, Haförn EA 955 og núverandi nafn Erlingur SF 65.
Skrifað af Emil Páli
