02.12.2009 15:42

Búðaklettur GK 251 / Venus GK 519

Nýlega auglýsti ég eftir myndum af þessu skipi og í framhaldi af því fékk ég upplýsingar sem ég vissi ekki um, svo og mynd af teikningu Axels E. en hann bauð mér að nota hana, þó svo hún hafi birts á fyrra ári á síðu Hafþórs og þáði ég það. Enn óska ég eftir eldri myndum af ýmsum bátum, þar sem myndasafnið mitt sem var með myndir af flestum þessum skipum glataðist. Verð ég því að hafa öll spjót úti til að nálgast myndir til birtingar og hefur það gengið furðu vel, en vel er þegið fleiri myndir.  Hér segjum við sögu skipsins eins og við best vitum hana og birtum tvær myndir með, þ.e. teikningu Axels E, sem ég vil þakka honum kærlega fyrir svo og myndina af Venusi sem ég hafði áður fengið.


                                         977. Búðaklettur GK 251 © teikning Axel E.


                             977. Venus GK 519, í Leirvík © mynd Shetland Museum

Smíðaður hjá Ankerlokken Verft A/S í Florö, Noregi 1964. Seldur úr landi til Afríku 15. apríl 1997.

Var einn af fjórum systurskipum, en hin voru 239. Fróðaklettur GK 250, nú Kristbjörg HF 177. 233. Akurey RE 6, nú Erling KE 140 og 258. Snæfugl SU 20, sem var seldur til Afríku og síðan til Chile og að lokum til Mexíkó.

Þar sem þetta skip var síðasta skip Jóns Gíslasonar í Hafnarfirði, en hann gerði út fjölmörg skip, fékk hann viðurnefnið ,,Síðasti kletturinn".

Nöfn: Búðaklettur GK 251, Venus GK 519, Arnarnes HF 52, Arnarnes ÍS 400, Jakob Valgeir ÍS 84 og Flosi ÍS 15.