02.12.2009 10:38

Sonja B SH 172 / Daníel SI 152


                      482. Sonja B  SH 172, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


                            482.  Sonja B. SH 172  © mynd Emil Páll


                482. Daníel SI 152, á Siglufirði © mynd Þorgeir Baldursson 2009


                   482. Daníel SI 152, á Siglufirði © mynd Þorgeir Baldursson 2009

Smíðanr. 4 hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar (Júlíus Nýborg), Hafnarfirði 1943, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kjölurinn lagður í ágúst 1942 og báturinn var sjósettur 8. mars 1943 og afhentur í apríl 1943. Endurbyggður hjá Skipavík hf., Stykkishólmi 1976-78. Átti að fargast 13. mars 1992 en hefur frá þeim tíma a.m.k. staðið uppi í slippnum á Siglufirði.

Nöfn: Guðmundur Þórðarson GK 75, Fálknanes SF 77, Guðmundur RE 19, Þorleifur Magnússon SH 172, Sonja B. SH 172, Bakkavík ÁR 100, Bjarnavík ÁR 13, Bjarnavík ÁR 20 og Daníel SI 152.