01.12.2009 19:08
Sigurbjörg KE 14
740. Sigurbjörg KE 14, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðaður í Strandby, Danmörku 1946. Báturinn var úreltur 4. nóv. 1986. Þegar átti að farga bátnum fóru menn með hann norður fyrir Rit og opnuðu þeir ventla, en vegna veðurs vildu þeir ekki hanga yfir honum meðan hann færi niður. Endalok bátsins hafði verið fyrirséð og því var hann skilinn eftir sökkvandi á reki. Versnandi veður mun hinsvegar hafa valdið því að sú gamla rak upp fyrr en varði og brotnaði þar í spón. Það mun svo hafa verið ærinn starfi hjá Gæslunni ásamt fleirum að hirða stórvið úr bátnum á reki um allan sjó.
Sem Sigrún AK 71 lenti báturinn í miklum hrakningum á norðanverðum Faxaflóa 4. og 5. janúar 1952.
Nöfn: Sigrún AK 71, Sigurbjörg KE 98, Sigurbjörg KE 14 og Sigrún KE 14.
Skrifað af Emil Páli
