01.12.2009 15:55

Auðunn loks kominn úr slipp

Í morgun eftir rétt um sex mánuði var hafnsögubáturinn Auðunn, sjósettur að nýju í Njarðvíkurslipp, en eins og menn muna kannski þá fór hann á hvolf við björgun Sóleyjar Sigurjóns í innsiglingunni til Sandgerðis 4. júní sl. Þó báturinn sé kominn á flot er enn um 10 daga vinna eftir við bátinn. En í honum er nánast allt nýtt nema sjálfur skrokkurinn, sem var sandblásinn við endurbæturnar. Hér sjáum við bátinn áður en óhappið varð, þar sem litlu munaði að mennirnir tveir sem á honum voru næðu ekki að bjarga sér. Þá eru myndir frá því að verið var að sandblása hann, svo og í dag er hann var kominn í sitt gamla stæði í Keflavíkurhöfn og að lokum myndir af starfsmanni hafnarinnar og tveimur starfsmönnum frá Bakkastáli sem voru að vinna við bátinn, er myndirnar voru teknar.


    2043. Auðunn kominn í sitt gamla stæði í Keflavíkurhöfn. Maður frá Bakkastál að vinna við bátinn í dag, 1. des. 2009


                                               2043. Auðunn tilbúinn til sandblásturs


                                                 Sandblástur hafinn


                                                Sandblæstri að mestu lokið


                              2043. Auðunn á siglingu fyrir nokkrum árum


       Tveir starfsmenn frá Bakkastáli og starfsmaður frá Reykjaneshöfn stilla sér upp fyrir ljósmyndarann í dag 1. des. 2009 © myndir Emil Páll