01.12.2009 00:00
Skemmtileg frásögn og sérstakar myndir
Sigurður Bergsveinsson sendi mér myndir frá yfirbyggingu á 1076. Helgu Guðmundsdóttur BA 77 í Njarðvíkurhöfn fyrir rúmum 30 árum. Þar sem hér er um gamlar myndir að ræða, ber að taka þær sem slíkar, en myndgæðin hafa tapað sér á þessu tímabili. En frásögn Sigurðar bætir það upp og vel það. Frásögnin er svohljóðandi:
Myndirnar tók ég sumarið 1977 en þá var verið að byggja yfir skipið í Njarðvíkurhöfn af vélsmiðjunni Herði í Sandgerði.
Ég hafði verið 1. stýrimaður á Helgunni um veturinn, fyrst með Guðmundi Garðarssyni á loðnu og síðan Finnboga Magússyni á netum þar sem við söltuðum aflann um borð.
Vertíðin endaði með því að við fórum austur í Þistilfjörð og þar hrundi gírinn og við skildum skipið eftir á Þórshöfn og flugum suður.
Ca hálfum mánuði síðar fórum við ég og 1 vélstjóri austur og síðan dró Goðinn Helguna vestur og suðurfyrir land með viðkomu á Patreksfirði þar sem við lönduðum aflanum sem um borð var og úthaldinu og síðan var haldið áfram til Njarðvíkur.
Þetta var síðasta vertíðin mín á sjó.




Byggt yfir 1076. Helgu Guðmundsdóttur BA 77 í Njarðvík © myndir Sigurður Bergsveinsson 1977
Byggt yfir 1076. Helgu Guðmundsdóttur BA 77 í Njarðvík © myndir Sigurður Bergsveinsson 1977
Skrifað af Emil Páli
