29.11.2009 21:17

Björgun Háks - fleiri myndir

Nýlega birti ég mikla myndasyrpu sem Sigurlaugur tók við björgun á prammanum Háki fyrir nokkrum árum. En af tæknilegum ástæðum kom ekki ein myndanna sem þá átti að koma og hefur hann nú sent hana aftur og síðan bætti hann þremur við frá þessari skemmtilegu björgunarsögu sem var tíunduð með hinum myndunum og verður því ekki endurtekin nú, sú frásögn, heldur vísast í greinina sem fylgdi hinum myndunum.


                                            Beðið eftir köfun og gert sjóklárt


                      Kristján Þ. Jónsson, II stýrimaður að fara í köfun við Hák


                      Stein Clausen að gera slöngubátinn kláran til að fara í Hák


    Þarna er verið að ýta Hák upp að prammanum svo hægt sé að húkka gilsinum á Hák, eftir að kafaranir voru búnir að ákveða að slá stroffu á gálgann og rétta Hák þannig við og dæla úr tönkunum eftir því sem þeir kæmu upp úr sjó og unnum við þetta og gekk það vel  © myndir Sigurlaugur