28.11.2009 20:46

Þórir Jóhannsson GK 116 / Öyfisk N-34-ME

Stærsta plastskip sem verið hefur í skipastól Íslendinga fram að þessu a.m.k.


                        1860. Þórir Jóhannsson GK 116 © mynd Þorgeir Baldursson


                                   Öyfisk N-34-ME © mynd í eigu Óskars Franz

Stærsta plastskip í skipastól Íslendinga.

Smíðanúmer 30 hjá Mánavör hf., Skagaströnd. Skrokkurinn var framleiddur hjá Ateliers et Chantiers
og Maritimes d'Hanfleur, í Hunfleur í Frakklandi 1988. Afskráður til geymslu 30. nóv. 1993. Endurskráður sem vinnubátur 1994 og þá aðallega notaður sem rannsóknarskip fyrir neðansjávar-myndavél. Seldur til Noregs 3. nóv. 1995.

Þó heimahöfn hafi verið í Garði, var hann aðallega gerður út frá Vestmannaeyjum, en ástæðan fyrir heimahöfninni var betri fyrirgreiðsla. Eftir sölu til Noregs og meðan feðgarnir Jón Magnússon og Magnús Daníelsson, Njarðvík voru með bátinn var hann gerður út frá Hanstholm í Danmörku.

Nöfn: Þórir Jóhannsson GK 116, Útlaginn, Öyfisk N-34-ME, Öyfisk SF-4V og aftur núverandi nafn: Öyfisk N-34-ME.