28.11.2009 11:43

Leifur Eiríksson EA 627 / Baldur KE 97


                                                   809. Leifur Eiríksson EA 627


                809. Baldur KE 97 © myndir úr safni Emils Páls, ljósmyndari ókunnur

Smíðaður í Skipasmíðastöð Gunnars Jónssonar, Akureyri 1939. Í bátnum var fyrsta díselvélin í þilfarsbáti á Dalvík. Á tímabili var báturinn með nafnið Baldur KE 97, á sama tíma og annar var kominn með nafnið, var þetta þar sem kaupandi, Þórir ehf., hafði svikist að skipta um nafn og var það ekki gert fyrr en hann hafði selt hann að nýju. Talinn ónýtur 8. des. 1975, vegna tjóns og fúa.

Nöfn: Leifur Eiríksson EA 627, Leifur Eiríksson SU 31, Arnarey SU 31, Baldur KE 97, Svanur II EA 517, Svanur II SH 36 og Svanur II BA 61.