28.11.2009 00:00
Frá björgun á dýpkunarprammanum Háki
Í framhaldi af mynd sem ég birti sl. fimmtudag þar sem sagt var frá Flotkrana Reykjavíkurhafnar kom Sigurlaugur og flutti álit undir myndina, en það kom þar í ljós að hann var um borð í Árvakri er flotkraninn var notaður við björgun á dýpkunarprammanum Háki, en þetta hafði hann þá um það mál að segja: Flotkraninn kom við sögu þegar Dýpkunarpramminn Hákur fór á hliðina og flaut á hvolfi fyrir utan Akranes þegar Árvakur var á leiðinni með hann til Rvk að vestan.
Hafði ég samband við Sigurlaug í framhaldi af þessu og kom þá í ljós að hann gat flutt lýsingu á atburðarrásinni og var með myndir af því, sem hann sendi mér og hér kemur fyrst lýsing hans og síðan myndirnar, ásamt myndtextum með þeim frá honum.
Ég var 3 vélstjóri á Árvakur þegar þetta skeði og sá um dælinguna.
Prammanum hvolfti vegna þess að hurð á bakborðhlið var ekki lokuð og vindur og alda stóðu á þá hlið skipsins. Ég horfði á þetta ske og efa að það hafi verið nema nokkrar mínutur frá við tókum eftir að eitthvað var að þar til pramminn var kominn á hliðina,húsið sem var á honum og annað hreinsaðist af og hluti af vélbúnaðinum.
Við náðum að rétta hann við á staðnum og dæla hann þurrann og í kjölfarið var hann dreginn inn í Fossvog og dregin þar á land. Var hann í ca 2 ár í endurgerð, en var lítið notaður í eigu Vita hafnarmála eftir þetta. Hann var seldur til verktaka og notaður við dýpkunarvinnu víðsvegar um landið, en þótti óhentugur því hann varð að spila sig til við vinnuna. Það var enginn drifbúnaður um borð bara spil og snigillinn sem var notaður til að grafa með fór út frá honum í ca 45°halla niður í eina stefnu og því þurfti að spila hann til stanslaust. Fljótlega komu prammar með dragliner og svo gröfum sem þóttu hentugari. Gátu þeir fært sig til á skólflunni. Eins var hann ekki með neinar lappir og var þessa vegna algjörlega háður vírunum og festum við þá. Síðan var leiðslan sem oftast lá á tönkum í land viðkvæm og erfitt að lengja og stytta.
Skipherra á Árvakur þessa ferð var Sigrjón Hannesson en hann sem stýrimaður á Óðni stjórnaði frækilegri björgun undir Grænuhlíð úr breskum togara í ofsaveðri.
Afturdekkið á Árvakri lestað af flottönkum sem voru notaðir undir dæluröðin frá prammanum.
Byrjað að hífa í.
Hann valt svolítið
Loftskeytaklefinn á Árvakri Ég man ekki nafnið á loftskeitamanninum, hann gekk oftast undir nafninu ,Loftur; en það var ekki hans nafn.
Pramminn kominn og verið að staðsetja
Friðgeir Olgeirsson 1 stýrimaður og prammanum hvolfti á hans vakt. Þekktastur er hann fyrir að vera pabbi Jóns í Skífunni en þrætti fyrir það fram undir andlátið. Hinn kafarinn er Kristján Jónsson 2. stýrimaður þá, en er nýhættur störfum sem skipherra, síðast á Týr, virkilega vandaður og góður félagi.
Slöngubátur kominn frá Árvakri
Strax eftir að hann hvolfti
Verið að húkka í gálgann sem var aftur á Háki
Verið að skoða aðstæður
Þarna fórum við með dælurnar um borð og hófum dælingu
© myndir og texti: Sigurlaugur
