27.11.2009 21:33
Sæborg KE 102 / Bergþór KE 5 / Fengsæll ÍS 83
824. Sæborg KE 102, á Stakksfirði © mynd Snorri Snorrason
824. Bergþór KE 5, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
824. Fengsæll ÍS 83, á Súðavík © mynd Sigurjón Vífill 20. júlí 2008
824. Fengsæll ÍS 83, sá sem er næst bryggjunni, á Súðavík © mynd Gunnar Th. í apríl 2009
Smíðaður hjá Frederikssund Skipsverft í Fredrikssund, Danmörku 1930, Endurbyggður í Njarðvík 1971-1972.
Árið 1989, var báturinn elsti bátur Suðurnesja og 4. elsti bátur landsins. Árið 1993 var hann næst elstur báta landsins og frá áramótum eða árinu 2000 hefur hann verið elsti bátur landsins.
1963 til 1972 gekk báturinn undir nafninu ,,Torfbærinn".
Nöfn: Huginn GK 341, Jón Dan GK 341, Farsæll SH 30, Sæborg GK 86, Sæborg BA 86, Sæborg RE 328, Sæborg SH 128, Sæborg RE 325, Sæborg KE 102, Bergþór KE 5, Ingólfur GK 125, Fengsæll GK 262 og núverandi nafn: Fengsæll ÍS 83.
Skrifað af Emil Páli
